Staðan í FAS á öðrum degi takmörkunar á skólahaldi

by 17.Mar.2020Fréttir

Eins og við sögðum frá fyrir helgi var strax ákveðið hvernig ætti að bregðast við í FAS á meðan á samkomubanni stendur. Í flestum áföngum gildir stundataflan sem var gefin út fyrir önnina. Kennslan fer fram í gegnum fjarfundabúnað og nemendur fá fundarboð í gegnum tölvupóst.

Í hádeginu í dag var kennarafundur í FAS til að taka stöðuna á öðrum degi samkomubanns. Fundurinn var haldinn í fjarfundi og gekk það ljómandi vel. Reynslan þessa fyrstu daga er góð og nemendur mæta yfirleitt vel á fundina og eru virkir. Á tímum sem þessum skiptir miklu máli að lífið gangi sinn vanagang eins og hægt er miðað við aðstæður og allir geti unnið áfram að sínum áætlunum.

Á fundinum í dag var einnig ákveðið að umsjónarkennarar verði í sambandi við sína hópa á næstu dögum til að taka stöðuna. En við viljum hvetja alla sem hafa einhverjar spurningar varðandi fyrirkomulagið núna eða námið að hafa samband.

Deila

Aðrar fréttir

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nú hefur nám í fjallamennsku í FAS verið endurskipulagt og verður byrjað að kenna samkvæmt nýju skipulagi næsta haust. Með nýju skipulagi er verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Líkt og áður er námið 60...

Áfram mót hækkandi sól

Áfram mót hækkandi sól

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í...

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi...