Staðan í FAS á öðrum degi takmörkunar á skólahaldi

by 17.Mar.2020Fréttir

Eins og við sögðum frá fyrir helgi var strax ákveðið hvernig ætti að bregðast við í FAS á meðan á samkomubanni stendur. Í flestum áföngum gildir stundataflan sem var gefin út fyrir önnina. Kennslan fer fram í gegnum fjarfundabúnað og nemendur fá fundarboð í gegnum tölvupóst.

Í hádeginu í dag var kennarafundur í FAS til að taka stöðuna á öðrum degi samkomubanns. Fundurinn var haldinn í fjarfundi og gekk það ljómandi vel. Reynslan þessa fyrstu daga er góð og nemendur mæta yfirleitt vel á fundina og eru virkir. Á tímum sem þessum skiptir miklu máli að lífið gangi sinn vanagang eins og hægt er miðað við aðstæður og allir geti unnið áfram að sínum áætlunum.

Á fundinum í dag var einnig ákveðið að umsjónarkennarar verði í sambandi við sína hópa á næstu dögum til að taka stöðuna. En við viljum hvetja alla sem hafa einhverjar spurningar varðandi fyrirkomulagið núna eða námið að hafa samband.

Deila

Aðrar fréttir

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Eins og við höfum sagt frá áður fór fjallamennskunám FAS í gegnum mikla endurskipulagningu nú á vordögum. Með nýju skipulagi er m.a. verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Námið er líkt og áður 60 einingar...

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...