FAS fær viðurkenningu frá Amnesty

by 13.Mar.2020Fréttir

Í dag kom til okkar góður gestur frá Amnesty International. Það var Hera Sigurðardóttir ungliða- og aðgerðastýra hjá samtökunum. Hún var hingað komin til að veita nemendum FAS viðurkenningu fyrir frábæran árangur í herferð gagnvart þolendum mannréttindabrota árið 2019. Í máli Heru kom fram að í herferðinni árið 2019 hafi safnast alls 86.886 undirskriftir undir bréf til stjórnvalda víða um heim sem brjóta mannréttindi. Amnesty stendur fyrir undirskriftakeppni meðal framhaldsskóla og er framhaldsskólum landsins skipt í flokka eftir nemendafjölda skólanna. Það var Kvennaskólinn í Reykjavík sem bar sigur úr býtum annað árið í röð í framhaldsskólakeppninni og hlýtur þar með titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins en skólinn safnaði alls 1936 undirskriftum til stuðnings þolendum mannréttindabrota.

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu safnaði hins vegar flestum undirskriftum miðað við nemendafjölda eða 673 undirskriftum og hlýtur því titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins í þeim flokki. Af þessu tilefni FAS upp á morgunverð fyrir nemendur og starfsfólk FAS og Hera bauð öllum upp á köku frá Amnesty. Að auki færði hún skólanum viðurkenningarskjal og farandbikar. Það voru forsvarsmenn nemendafélagsins sem tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd FAS.

Deila

Aðrar fréttir

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nú hefur nám í fjallamennsku í FAS verið endurskipulagt og verður byrjað að kenna samkvæmt nýju skipulagi næsta haust. Með nýju skipulagi er verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Líkt og áður er námið 60...

Áfram mót hækkandi sól

Áfram mót hækkandi sól

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í...

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi...