FAS fær viðurkenningu frá Amnesty

by 13.Mar.2020Fréttir

Í dag kom til okkar góður gestur frá Amnesty International. Það var Hera Sigurðardóttir ungliða- og aðgerðastýra hjá samtökunum. Hún var hingað komin til að veita nemendum FAS viðurkenningu fyrir frábæran árangur í herferð gagnvart þolendum mannréttindabrota árið 2019. Í máli Heru kom fram að í herferðinni árið 2019 hafi safnast alls 86.886 undirskriftir undir bréf til stjórnvalda víða um heim sem brjóta mannréttindi. Amnesty stendur fyrir undirskriftakeppni meðal framhaldsskóla og er framhaldsskólum landsins skipt í flokka eftir nemendafjölda skólanna. Það var Kvennaskólinn í Reykjavík sem bar sigur úr býtum annað árið í röð í framhaldsskólakeppninni og hlýtur þar með titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins en skólinn safnaði alls 1936 undirskriftum til stuðnings þolendum mannréttindabrota.

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu safnaði hins vegar flestum undirskriftum miðað við nemendafjölda eða 673 undirskriftum og hlýtur því titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins í þeim flokki. Af þessu tilefni FAS upp á morgunverð fyrir nemendur og starfsfólk FAS og Hera bauð öllum upp á köku frá Amnesty. Að auki færði hún skólanum viðurkenningarskjal og farandbikar. Það voru forsvarsmenn nemendafélagsins sem tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd FAS.

Deila

Aðrar fréttir

Sumarnám í FAS

Sumarnám í FAS

Boðið verður upp á sex mismunandi námskeið í sértæku sumarnámi í FAS. Því er ætlað að koma til móts við aðstæður á vinnumarkaði í kjölfar COVID-19. Þetta eru framsækin, áhugaverð og hagnýt námskeið í frjóu umhverfi. Tveir áfangar eru hefðbundið framhaldsskólanám, einn...

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Eins og við höfum sagt frá áður fór fjallamennskunám FAS í gegnum mikla endurskipulagningu nú á vordögum. Með nýju skipulagi er m.a. verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Námið er líkt og áður 60 einingar...

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...