Listviðburður í Gömlubúð

by 03.Mar.2020Fréttir

Við höfum áður sagt frá leiklistarnámskeiði sem hófst eftir áramótin þar sem þátttakendur beita fyrst og fremst heyfilist en þar er list tjáð með líkamanum. Þetta námskeið er hluti af námi nemenda á lista- og menningarsviði FAS og er einnig styrkt af SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga).

Í síðustu viku stóðu þátttakendur í leiklistarnámskeiðinu fyrir viðburði í Gömlubúð þar sem gamlar sögur voru tjáðar með hreyfingu. Þeir sem mættu á sýninguna voru spurðir í upphafi hversu mikilvægar gamlar sagnir væru í þeirra hugum.

Um 30 manns mættu í Gömlubúð og tóku margir þeirra virkan þátt í viðburðinum. Sýningin var sett saman úr nokkrum senum þar sem hreyfilist, bæði hjá einstaklingum og eins í hópum, stuttir textar og tónlist voru í fyrirrúmi. Til aðstoðar nemendum voru þau Lind og Skrýmir en það var Tess Rivarola sem hafði veg og vanda að sýningunni. Myndirnar tók Tim Junge.

Þeir sem mættu á viðburðinn voru sammála um að einkar vel hefði tekist til. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og sýningin var konfekt fyrir augu og eyru. Vonandi eigum við eftir að sjá aðra viðburði í svipuðum anda.

Deila

Aðrar fréttir

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nú hefur nám í fjallamennsku í FAS verið endurskipulagt og verður byrjað að kenna samkvæmt nýju skipulagi næsta haust. Með nýju skipulagi er verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Líkt og áður er námið 60...

Áfram mót hækkandi sól

Áfram mót hækkandi sól

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í...

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi...