Listviðburður í Gömlubúð

by 03.Mar.2020Fréttir

Við höfum áður sagt frá leiklistarnámskeiði sem hófst eftir áramótin þar sem þátttakendur beita fyrst og fremst heyfilist en þar er list tjáð með líkamanum. Þetta námskeið er hluti af námi nemenda á lista- og menningarsviði FAS og er einnig styrkt af SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga).

Í síðustu viku stóðu þátttakendur í leiklistarnámskeiðinu fyrir viðburði í Gömlubúð þar sem gamlar sögur voru tjáðar með hreyfingu. Þeir sem mættu á sýninguna voru spurðir í upphafi hversu mikilvægar gamlar sagnir væru í þeirra hugum.

Um 30 manns mættu í Gömlubúð og tóku margir þeirra virkan þátt í viðburðinum. Sýningin var sett saman úr nokkrum senum þar sem hreyfilist, bæði hjá einstaklingum og eins í hópum, stuttir textar og tónlist voru í fyrirrúmi. Til aðstoðar nemendum voru þau Lind og Skrýmir en það var Tess Rivarola sem hafði veg og vanda að sýningunni. Myndirnar tók Tim Junge.

Þeir sem mættu á viðburðinn voru sammála um að einkar vel hefði tekist til. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og sýningin var konfekt fyrir augu og eyru. Vonandi eigum við eftir að sjá aðra viðburði í svipuðum anda.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...