Tíundi bekkur heimsækir FAS

by 28.Feb.2020Fréttir

Í gær komu nemendur úr tíunda bekk grunnskólans í heimsókn í FAS en senn líður að því að nemendur sem ljúka grunnskóla í vor fari að huga að því hvað tekur við.

Eyjólfur skólameistari, nokkrir kennarar og fulltrúar úr nemendaráði tóku á móti hópnum og gestirnir fengu kynningu á námsframboði skólans og hvernig innritun í skólann er háttað. Einnig var sagt frá hvaða stuðningur og námsráðgjöf er í boði og hvernig félagslífið er uppbyggt. Í lok heimsóknarinnar gengu svo nemendur úr nemendaráði með gestunum um skólann og sýndu aðstöðuna. Um kvöldið var svo sambærileg kynning fyrir foreldra. Næstu daga býðst nemendum og foreldrum að mæta í viðtal til Hildar áfangastjóra og Fríðar námsráðgjafa um nám að loknum grunnskóla. Nemendur munu fá póst fljótlega þar að lútandi.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta hjá okkur í haust.

Deila

Aðrar fréttir

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nú hefur nám í fjallamennsku í FAS verið endurskipulagt og verður byrjað að kenna samkvæmt nýju skipulagi næsta haust. Með nýju skipulagi er verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Líkt og áður er námið 60...

Áfram mót hækkandi sól

Áfram mót hækkandi sól

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í...

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi...