Fréttir frá Ítalíu

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

06/02/2020

Þessa vikuna eru fjórir nemendur úr FAS ásamt tveimur kennurum á Ítalíu og taka þar þátt í samskiptaverkefninu Cultural heritage in the context of students’ careers. Hópurinn fór til Keflavíkur á laugardag og flaug utan á sunnudag og gekk ferðalagið vel fyrir sig. Hóparnir frá öllum þátttökulöndunum hittust á mánudagsmorgun og fóru í langa gönguferð um Róm. Þeir skoðuðu meðal annars; Colosseum, Trevi brunninn, Spænsku tröppurnar og gengu niður með Tiber. Því næst var haldið til Lioni og þar hefur verið nóg um að vera. Á þriðjudaginn var skoðunarferð upp í fjöll þar sem nemendur skoðuðu kastalarústir og fóru yfir þó nokkuð áhugaverða hengibrú. Í gær var svo ferðinni heitið í heimsókn á búgarð þar sem Mozarella ostur er framleiddur úr buffalamjólk og einnig voru skoðaðar fornminjar við Paestum. Í dag taka nemendur þátt i pizzakeppni í skólanum og það verður áhugavert að sjá hvað verður boðið upp á þar. Hópurinn kemur til Íslands á laugardag og austur á Höfn á sunnudag.

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Opnir dagar í FAS í næstu viku

Opnir dagar í FAS í næstu viku

Í næstu viku verða þrír fyrstu virku dagar vikunnar helgaðir opnum dögum. Þá verða skólabækurnar settar til hliðar og...

Styttist í árshátíð FAS

Styttist í árshátíð FAS

Áfram flýgur tíminn og farið að styttast í opna daga í FAS. Þeir verða 2. - 4. mars næstkomandi en á opnum dögum er...

Ástráður með kynfræðslu

Ástráður með kynfræðslu

Í dag komu til okkar góðir gestir og af því tilefni var efnt til uppbrots. Það voru nemendur frá Ástráði en það er...