Sýning hjá nemendum á lista- og menningarsviði

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

04/12/2019

Unnið að sameiginlegu verki.

Föstudaginn 6. desember verður opnuð sýning í Nýheimum. Það eru nemendur á lista- og menningarsviði FAS sem ætla að sýna afrakstur annarinnar. Sýningin opnar formlega klukkan 12:30 á Nýtorgi þar sem nemendur segja frá vinnu sinni og sýna dæmi um verkefni. Sýningin er opin á milli 13 og 14 á föstudag og nemendur verða á staðnum og svara spurningum.

Verkefni einstakra nemenda í sjónlistum munu hanga uppi á efri hæð hússins og sameiginlegt verkefni í alrými. Nemendur í sviðslistum sýna verkefni sín í stofu 205. Einnig verður rúllandi glærusýning í nemendarými á efri hæð hússins.

Við vonumst til að sjá sem flesta á föstudag en fyrir þá sem ekki komast að þá verður sýningin opin fram yfir áramót.

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Öðruvísi og krefjandi leiklist

Öðruvísi og krefjandi leiklist

Núna er skólastarf vorannar komið á fullt skrið og margt spennandi í gangi. Á lista- og menningarsviði er Teresa M....

FAS keppir við FG á fimmtudag

FAS keppir við FG á fimmtudag

Uppfært: Vegna veðurs kemst tæknimaður frá RÚV ekki austur til okkar á Höfn. Þess vegna hefur keppninni sem vera átti...

Leiklist í FAS

Leiklist í FAS

Í gær fimmtudaginn 9. janúar var haldinn kynningarfundur vegna uppsetningar á leikverki á vorönn.  Líkt og undanfarin...