Kaffisamsæti á aðventu

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

03/12/2019

Fatnaður og skraut minna á að jólin séu í nánd.

Í löngu frímínútunum í morgun var komið að síðasta sameiginlega kaffinu hjá íbúum Nýheima á þessu ári. Að þessu sinni var það hluti starfsfólks sem stóð fyrir veitingunum og það var ýmislegt gómsætt í boði sem rann ljúflega niður. Að auki skörtuðu margir fatnaði sem minnir á að jólin séu í nánd. Af því tilefni var efnt til myndatöku. Þessar samverustundir þar sem boðið upp á góðgjörðir eru orðnar ómissandi þáttur í starfsemi Nýheima og er mæting iðulega góð.
Þessi vika er síðasta heila kennsluvikan í FAS. Kennslu lýkur þriðjudaginn 10. desember og lokamatsviðtöl hefast i kjölfarið. Gert er ráð fyrir að lokamatsviðtöl standi yfir til 19. desember og sama dag ættu allar einkunnir að vera komnar í Innu.

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Öðruvísi og krefjandi leiklist

Öðruvísi og krefjandi leiklist

Núna er skólastarf vorannar komið á fullt skrið og margt spennandi í gangi. Á lista- og menningarsviði er Teresa M....

FAS keppir við FG á fimmtudag

FAS keppir við FG á fimmtudag

Uppfært: Vegna veðurs kemst tæknimaður frá RÚV ekki austur til okkar á Höfn. Þess vegna hefur keppninni sem vera átti...

Leiklist í FAS

Leiklist í FAS

Í gær fimmtudaginn 9. janúar var haldinn kynningarfundur vegna uppsetningar á leikverki á vorönn.  Líkt og undanfarin...