Forval fyrir Gettu betur

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

29/10/2019

Gettu betur forval.

FAS hefur mjög oft tekið þátt í spurningakeppninni Gettu betur og margir nemendur hafa skipað lið FAS í gegnum tíðina.

Síðustu daga hefur Málfundafélag FAS hugað að því að finna nemendur til að skipa lið næsta árs. Krakkarnir höfðu samband við Sigurð Óskar Jónsson fyrrverandi nemanda og liðsmann Gettu betur fyrir FAS en hann útskrifaðist árið 2006. Hann tók erindinu vel og samdi nokkrar spurningar fyrir nemendur til að spreyta sig á. Mikill áhugi var fyrir Gettu betur prófinu í FAS og mætti 21 nemandi til að reyna sig við spurningarnar.

Við ættum því að vita fljótlega hverjir skipa Gettu betur lið FAS og verður spennandi að sjá hverjir verða þar.

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Jöklamælingar í FAS

Jöklamælingar í FAS

Það má segja að síðasta vika hafi verið tími jöklamælinga í FAS en þá voru bæði Fláajökull og Heinabergsjökull mældir....

Fleiri styrkir til FAS

Fleiri styrkir til FAS

FAS hefur lagt mikla áherslu á erlent samstarf á liðnum árum og er ekkert lát á því. Þetta samstarf hefur m.a. verið...