Í útvarpsviðtali hjá BBC

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

15/10/2019

Ingunn, Íris og Vigdís í viðtali hjá BBC 4.

Í gær komu til okkar í FAS þau Maria Margaronis og Richard Fenton Smith. Þau vinna hjá BBC Radio í London og eru að vinna að dagskrá um breytingar á jöklum og loftslagsbreytingar. Þeim finnst mikilvægt að koma á svæði þar sem miklar breytingar eru á jöklum og langar til að vita hvernig það er að lifa í nánd við jökla. Einnig að heyra um hvort og þá hvernig fólk upplifir breytingar og hvort það hafi áhrif á líf fólks. Þau höfðu heyrt af því að í FAS færu nemendur að mæla jökla og vildu sérstaklega ræða við nemendur um þá reynslu.

Þrír nemendur í jarðfræði voru tilbúnir til að ræða við útvarpsfólkið og deila reynslu sinni af jöklamælingum. Auk þess að ræða um jökla var spjallað vítt og breytt. Til dæmis um líf ungs fólks á landsbyggðinni og þjóðsögur. Þau Maria og Richard voru mjög ánægð með viðmælendur sína í FAS og töluðu sérstaklega um góða enskukunnáttu og það væri greinilegt að krakkarnir væru í góðum tengslum við umhverfi sitt og skynjuðu mikilvægi þess að fara vel með náttúruna.

Maria og Richard munu í dag ræða við nokkra aðila í sveitarfélaginu en fara þegar líður á vikuna aftur heim og undirbúa útvarpsþáttinn sem væntanlega fer í loftið seinni partinn í nóvember eða byrjun desember. Auk þess að senda þáttinn út á BBC 4 verður þátturinn líka aðgengilegur á BBC World Service og verður þar með aðgengilegur utan Bretlands.

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Öðruvísi og krefjandi leiklist

Öðruvísi og krefjandi leiklist

Núna er skólastarf vorannar komið á fullt skrið og margt spennandi í gangi. Á lista- og menningarsviði er Teresa M....

FAS keppir við FG á fimmtudag

FAS keppir við FG á fimmtudag

Uppfært: Vegna veðurs kemst tæknimaður frá RÚV ekki austur til okkar á Höfn. Þess vegna hefur keppninni sem vera átti...

Leiklist í FAS

Leiklist í FAS

Í gær fimmtudaginn 9. janúar var haldinn kynningarfundur vegna uppsetningar á leikverki á vorönn.  Líkt og undanfarin...