Umhverfismál í brennidepli

by 08.Oct.2019Fréttir, Grænfáni

Í síðustu viku sögðum við frá neyslukönnun sem umhverfisnefnd FAS stóð fyrir á dögunum. Í dag var komið að þriðja uppbroti annarinnar og það var helgað niðurstöðum úr þeirri könnunn og hvað megi gera til að minnka úrgang í skólanum.
Í byrjun fundar kynnti Eyjólfur helstu niðurstöður könnunarinnar. Nemendum og starfsfólki hafði verið skipt í hópa fyrir fundinn og áttu undir stjórn hópstjóra að reyna að áætla hvar hægt sé að draga úr neyslu. Með neyslu er t.d. átt við ljósritun, matarkaup ýmis konar og ferðamáta til og frá skóla. Hver hópur þurfti að tilgreina í prósentum hversu mikið væri hægt að draga úr neyslu á næstunni.
Næsta verkefni sem hóparnir unnu að var að tilgreina leiðir þannig að hægt sé að draga úr einskammta matarumbúðum en þar er t.d. átt við skyrdollur eða kókómjólkurfernu. Þá voru hóparnir líka beðnir að skoða hvað hægt sé að gera til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í ferðum til og frá skóla.
Það verður að segjast eins og er að fundurinn gekk ljómandi vel og voru bæði nemendur og starfsmenn virkir og höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Á næstunni er ætlunin að vinna enn betur úr svörum nemenda og finna leiðir til að minnka neyslu og um leið að bæta umhverfið.

Deila

Aðrar fréttir

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nú hefur nám í fjallamennsku í FAS verið endurskipulagt og verður byrjað að kenna samkvæmt nýju skipulagi næsta haust. Með nýju skipulagi er verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Líkt og áður er námið 60...

Áfram mót hækkandi sól

Áfram mót hækkandi sól

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í...

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi...