Umhverfismál í brennidepli

by 08.Oct.2019Fréttir, Grænfáni

Í síðustu viku sögðum við frá neyslukönnun sem umhverfisnefnd FAS stóð fyrir á dögunum. Í dag var komið að þriðja uppbroti annarinnar og það var helgað niðurstöðum úr þeirri könnunn og hvað megi gera til að minnka úrgang í skólanum.
Í byrjun fundar kynnti Eyjólfur helstu niðurstöður könnunarinnar. Nemendum og starfsfólki hafði verið skipt í hópa fyrir fundinn og áttu undir stjórn hópstjóra að reyna að áætla hvar hægt sé að draga úr neyslu. Með neyslu er t.d. átt við ljósritun, matarkaup ýmis konar og ferðamáta til og frá skóla. Hver hópur þurfti að tilgreina í prósentum hversu mikið væri hægt að draga úr neyslu á næstunni.
Næsta verkefni sem hóparnir unnu að var að tilgreina leiðir þannig að hægt sé að draga úr einskammta matarumbúðum en þar er t.d. átt við skyrdollur eða kókómjólkurfernu. Þá voru hóparnir líka beðnir að skoða hvað hægt sé að gera til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í ferðum til og frá skóla.
Það verður að segjast eins og er að fundurinn gekk ljómandi vel og voru bæði nemendur og starfsmenn virkir og höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Á næstunni er ætlunin að vinna enn betur úr svörum nemenda og finna leiðir til að minnka neyslu og um leið að bæta umhverfið.

Aðrar fréttir

Grímunotkun í FAS

Grímunotkun í FAS

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota...

Spennandi námskeið í FAS

Spennandi námskeið í FAS

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu. Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og...

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Birkiskógurinn á Skeiðarársandi

Þeir sem eiga leið um Skeiðarársand geta allir orðið vitni að miklum breytingum á náttúrunni. Mest áberandi eru birkitrén sem mynda nú samfellda breiðu um miðbik sandsins. Í FAS viljum við gjarnan að nemendur verði meðvitaðir um umhverfi sitt og kynnist um leið...