Í löngu frímínútunum í dag buðu nemendur FAS öllum í Nýheimum í kaffi. Aðaltilefnið var að heimsókn gestanna frá samstarfslöndunum í Erasmus verkefninu lýkur formlega í dag og vildu nemendur sýna gestristni og bjóða um leið til veislu. Og það má svo sannarlega segja að borðin svignuðu undan öllum kræsingunum.

Nemendur ásamt öðrum íbúum Nýheima nutu veitinganna og áttu ágætt spjall á meðan. Við þökkum nemendum fyrir þetta ágæta framtak og það væri ekki úr vegi að endurvekja sameiginlegar samverustundir þar sem íbúar hússins skiptast á að bjóða í kaffi.

Deila