Kaffiboð í FAS

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

04/10/2019

Í löngu frímínútunum í dag buðu nemendur FAS öllum í Nýheimum í kaffi. Aðaltilefnið var að heimsókn gestanna frá samstarfslöndunum í Erasmus verkefninu lýkur formlega í dag og vildu nemendur sýna gestristni og bjóða um leið til veislu. Og það má svo sannarlega segja að borðin svignuðu undan öllum kræsingunum.

Nemendur ásamt öðrum íbúum Nýheima nutu veitinganna og áttu ágætt spjall á meðan. Við þökkum nemendum fyrir þetta ágæta framtak og það væri ekki úr vegi að endurvekja sameiginlegar samverustundir þar sem íbúar hússins skiptast á að bjóða í kaffi.

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Jöklamælingar í FAS

Jöklamælingar í FAS

Það má segja að síðasta vika hafi verið tími jöklamælinga í FAS en þá voru bæði Fláajökull og Heinabergsjökull mældir....

Fleiri styrkir til FAS

Fleiri styrkir til FAS

FAS hefur lagt mikla áherslu á erlent samstarf á liðnum árum og er ekkert lát á því. Þetta samstarf hefur m.a. verið...