Félagslífið í FAS fer ágætlega af stað á haustdögum. Líkt og undanfarin ár fer mikið fyrir klúbbastarfi. Núna eru sex klúbbar starfandi. Það eru formenn klúbba og forsetar skólans sem mynda nemendaráð skólans.

Í gær var komið að fyrsta opinberlega viðburðinum. Hann kallaðist Kráargátur sem flestir þekkja sem Pubquiz. Viðburðurinn fór fram í Ungmennahúsi en FAS hefur aðgang að því á þriðjudögum og fimmtudögum. Krakkarnir stefna að því að nýta þessa frábæru aðstöðu eins og kostur er í vetur.

Það var ágætlega mætt í gær og keppnin var jöfn og spennandi. Það fór þó svo að lokum að liðið hans Kristofers vann og þurfti innbyrðis viðureign til að sjá hver fengi verðlaunin. Og það var Kristofer sjálfur sem stóð uppi sem sigurvegari.