Vísindamenn þróa smáforrit

by 05.Sep.2019Fréttir

Í dag fengum við í FAS til okkar góða gesti en þar var vísindafólk frá háskóla í Salzburg í Austurríki. Þar hefur verið hannað verkfæri sem kallast citizenMorph sem er forrit fyrir snjalltæki (snjallsíma og spjaldtölvur). Með því er hægt að skrá það sem vekur eftirtekt í náttúrunni og/eða breytingar sem verða s.s. grjóthrun og jarðsig. Tilgangurinn með forritinu er að safna upplýsingum um landslagsbreytingar frá almenningi en um leið gagnast upplýsingarnar vísindaheiminum. Þannig styður almenningur við náttúrurannsóknir og beinir sjónum vísindamanna að tilteknum atburðum. Samstarfsaðilar háskólans í Austurríki hér á Höfn eru Náttúrustofa Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarður og mættu nokkrir á þeirra vegum í morgun.

Tilgangurinn með ferðinni til Íslands var að biðja samstarfsaðilana um að prófa forritið og af því var efnt til vinnustofu í FAS. Nemendur í jarðfræði  voru fengnir til að taka þátt í vinnustofunni. Fyrst var sagt frá forritinu og hver tilgangurinn með því er. Því næst var farið yfir nokkur möguleg landform sem er að finna í náttúru svæðisins. Þegar þátttakendur höfðu sett forritið inn í símana sína var þeim skipt í smærri hópa sem fóru á nokkra staði á Höfn og í nágrenni til að prófa forritið. Í lokin hittust hóparnir aftur og báru saman bækur sínar.

Verkefnið gekk vel og nemendur FAS stóðu sig frábærlega. Og vísindafólkið fékk líka margar gagnlegar ábendingar til að betrumbæta forritið. Þegar forritið hefur verið endurbætt er ætlunin að það verði opið fyrir almenning sem getur nýtt það í útivist og gönguferðum. Áhugasamir geta nálgast smáforritið á eftirfarandi slóð: http://citizenmorph.sbg.ac.at/

Eftir vinnustofuna var ákveðið að nota forritið í vettvangsferðum í FAS á næstunni.

Deila

Aðrar fréttir

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Eins og við höfum sagt frá áður fór fjallamennskunám FAS í gegnum mikla endurskipulagningu nú á vordögum. Með nýju skipulagi er m.a. verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Námið er líkt og áður 60 einingar...

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...