Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

by 29.Aug.2019Fréttir

Í dag var farið í árlega ferð á Skeiðarársand. Tilgangurinn var að vitja fimm gróðurreita sem eru á vegum FAS. Þessir reitir voru settir niður 2009 og er ætíð reynt að fara á sama árstíma til að skoða reitina svo samburður verði sem réttastur. Líkt og áður vorum það nemendur í áfanga sem heitir Inngangur að náttúruvísindum sem fóru í ferðina og sáu um mælingar undir handleiðslu Eyjólfs og Hjördísar í FAS og Kristínar á Náttúrustofu Suðausturlands.
Hver reitur er 25 fermetrar og það er ýmislegt sem þarf að skoða. Það þarf t.d. að áætla gróðurþekju í hverjum reit og einnig að leggja mat á annan gróður. Mesta vinnan er að telja og flokka trjáplöntur innan reitsins en þar er einkum að finna birki, loðvíði og gulvíði. Allar trjáplöntur sem eru hærri en 10 cm eru mældar sérstaklega, bæði hæð og ársvöxtur. Þá er horft eftir rekklum og leitað ummerkja eftir skordýr eða beit.
Auk reitanna fimm eru tvö tré mæld sérstaklega. Þau eru bæði vel yfir þrjá metra á hæð.
Ferðin í dag gekk ljómandi vel og lögðu allir sitt af mörkum til að mælingar gengju sem best. Næstu daga mun verða unnið áfram með upplýsingarnar úr ferðinni og þær notaðar til að bera saman við niðurstöður fyrri ára.

Aðrar fréttir

Teams og fjarkennsla fimmtudag og föstudag

Nú er vitað að það er komið upp annað smit í sveitarfélaginu okkar. Á meðan það er verið að skoða stöðuna hefur verið ákveðið í FAS að bjóða upp á fjarkennslu í flestum áföngum í dag, fimmtudag og á morgun föstudag. Í einhverjum tilvikum verður þó um staðkennslu að...

Grímunotkun í FAS

Grímunotkun í FAS

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota...

Spennandi námskeið í FAS

Spennandi námskeið í FAS

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu. Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og...