FAS stefnir á græna fánann

by 27.Aug.2019Fréttir, Grænfáni

Katrín Magnúsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson staðfesta þátttöku FAS í Grænfánaverkefninu.

Katrín Magnúsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson staðfesta þátttöku FAS í Grænfánaverkefninu.

Um miðjan ágúst var námskeið fyrir kennara í FAS. Viðfangsefni námskeiðsins var þema skólaársins sem er neysla og væntanleg þátttaka skólans í verkefni sem kallast Skólar á grænni grein (Eco-Schools), stundum líka kallað Grænfánaverkefnið. Það var Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Landvernd sem sá um námskeiðið.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að gera þátttakendur fróðari og meðvitaðri um sjálfbærni og umhverfisvernd. Þátttakendur í námskeiðinu skoðuðu mögulega útfærslu á verkefninu þannig að það myndi nást sem bestur árangur í FAS. Það er líka verðugt verkefni að gera alla meðvitaðari um neyslu sína. Það er fátt mikilvægara í dag en að fá fleiri til að draga úr neyslu og minnka sóun. Frekar þarf að huga að endurnýtingu og finna allar mögulegar leiðir til að minnka vistspor sitt. Og þar skipta öll litlu skrefin máli.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda og starfsmanna allra um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Nú þurfum við í FAS að taka höndum saman og ná settu marki.

Deila

Aðrar fréttir

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nú hefur nám í fjallamennsku í FAS verið endurskipulagt og verður byrjað að kenna samkvæmt nýju skipulagi næsta haust. Með nýju skipulagi er verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Líkt og áður er námið 60...

Áfram mót hækkandi sól

Áfram mót hækkandi sól

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í...

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi...