Skólastarf haustannar hafið

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

20/08/2019

Skólasetning í FAS.Skólastarf haustannarinnar hófst formlega í FAS í morgun með skólasetningu og í kjölfarið voru umsjónarfundir. Þar fengu nemendur helstu upplýsingar sem varða námið. Þeir sem ekki komust í dag geta skoðað stundatöfluna sína inni á INNU. Þar er einnig að finna upplýsingar um námsefni í hverjum áfanga.
Kennsla hefst svo í fyrramálið samkvæmt stundaskrá. Við leggjum mikla áherslu á að nemendur mæti vel og vinni jafnt og þétt. Þannig næst bestur árangur.
Ef það skyldu enn vera einhverjir að velta fyrir sér að fara í nám að þá er þeim bent á að skoða áætlun um námsframboð hér. Tekið er við skráningum í nám til og með 26. ágúst og umsóknareyðublað er á finna á heimsíðu skólans.

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Kaffisamsæti á aðventu

Kaffisamsæti á aðventu

Í löngu frímínútunum í morgun var komið að síðasta sameiginlega kaffinu hjá íbúum Nýheima á þessu ári. Að þessu sinni...