Fjallaferð 2

by 24.Apr.2019Fréttir

Dagana 18. – 23. mars voru nemendur í námsskeiðinu Fjallaferð 2 en það er seinni hluti áfangans fjallaferðir, þar sem áhersla er lögð á vetrarferðir og fjallgöngur að vetri til. Námskeiðið var kennt út frá Höfn. Fyrsta daginn hittist hópurinn í skólastofu í FAS og nýtti fyrri part dagsins til að fara yfir ýmis atriði. Eftir hádegið hélt hópurinn svo upp í Bergárdal þar sem gengið var um á snjóþrúgum, farið var yfir hvernig gott er að ferðast í bröttum snjóbrekkum og ísaxarbremsa æfð.

Dagur tvö fór að mestu leyti í að undirbúa búnað og mat fyrir tveggja nátta ferð sem halda átti í seinna í vikunni. Þegar því var lokið fór hópurinn nokkurs konar klöngurferð í Grjótárgil á Mýrum.
Að morgni þriðja dags lagði hópurinn upp í þriggja daga ferð. Keyrt var frá Höfn upp að byrjun „gömlu leiðarinnar“ upp á Skálafellsjökul. Þaðan gekk hópurinn svo á snjóþrúgum og skiptist á að draga púlkur/sleða með búnaði og vistum. Nóttinni var svo eytt í tjaldi nokkra metra inn á jöklinum í um 550 metra hæð. Töluverður skafrenningur og rok var um nóttina og undir morgun fór frostið í um -9°C.

Á fjórða degi tók hópurinn niður tjöldin og hélt um 2 km spöl upp á jökulinn. Þar var hæðin orðin um 700 metrar og þar gróf hópurinn sér  nokkur snjóhús/skýli til að gista í. Undir kvöld þegar til stóð að fara að koma sér í svefnpokana í snjóhúsunum ákvað hópurinn að hætta við að gista þar sem spáð var aftaka veðri seinni part nætur. Hópurinn dreif sig því til baka og var kominn á Höfn um ellefu um kvöldið.

Fimmti og síðasti dagurinn fór því í að ganga frá búnaði í FAS og fara yfir lærdóm vikunnar.
Kennari Fjallaferðar 2 var Einar Rúnar Sigurðsson og tók hann flestar af meðfylgjandi myndum. Hægt er að skoða fleiri myndir á fésbókarsíðu fjallanámsins.

Deila

Aðrar fréttir

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

Nú hefur nám í fjallamennsku í FAS verið endurskipulagt og verður byrjað að kenna samkvæmt nýju skipulagi næsta haust. Með nýju skipulagi er verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Líkt og áður er námið 60...

Áfram mót hækkandi sól

Áfram mót hækkandi sól

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í...

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi...