Góðir gestir frá Danmörku

by 29.Mar.2019Fréttir

God nabo hópurinn.

Það hefur heldur betur verið líf í Nýheimum þessa vikuna en hjá okkur hafa verið tæplega 50 Danir. Það eru nemendur og kennarar úr samstarfsskólanum í Faarevejle en í vetur hafa þessir tveir skólar unnið saman undir merkjum Nordplus.
Hópurinn kom til landsins á mánudag og til Hafnar á þriðjudag. Dagana hér eystra vinna krakkarnir að ýmsum verkefnum sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sérstaklega er verið að skoða markmið 12, 13 og 14 sem lúta að breytingum í sjó og loftslagsbreytingum. Einnig hafa gestirnir heimsótt bæði fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu og hafa bæði séð og upplifað margt nýtt. Sérstaklega finnst þeim veðrið breytilegt hjá okkur.
Danirnir flugu hingað með WOW en eins og flestir vita er það flugfélag ekki lengur til. Það hefur verið unnið hörðum höndum að því að finna flug heim og nú rétt áðan fékk hópurinn að vita að þeir fá flug heim seinni partinn á sunnudag. Það er mikill léttir að búið sé að finna lausn á heimferðinni.
Hópurinn fer á morgun til Reykjavíkur með viðkomu á Gullfossi, Geysi og Þingvöllum og gistir í Reykjavík.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...