FAS kynntur í Laugardalshöllinni

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

08/03/2019

Dagana 14. – 16. mars næst komandi mun Verkiðn, sem eru samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum, halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanemenda á iðn- og verknámi og þeim fjölmörgu tækifærum sem nám í þessum greinum hefur upp á að bjóða.
FAS tekur þátt í framhaldsskólakynningunni með megin áherslu á fjallamennskunámið, lista- og menningarsviðið og kjörnámsbrautina.
Þetta verður í þriðja sinn sem framhaldsskólakynning verður haldin samhliða Íslandsmótinu til að nýta samlegðina og tók FAS þátt í síðustu kynningu sem var í mars 2017, en þessi viðburður er haldinn annað hvert ár. Nemendum í 9.–10. bekk í öllum grunnskólum landsins verður boðið í Laugardalshöllina og munu þeir þar m.a. fá tækifæri til að kynnast námsframboði og starfsemi FAS.

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Jöklamælingar í FAS

Jöklamælingar í FAS

Það má segja að síðasta vika hafi verið tími jöklamælinga í FAS en þá voru bæði Fláajökull og Heinabergsjökull mældir....

Fleiri styrkir til FAS

Fleiri styrkir til FAS

FAS hefur lagt mikla áherslu á erlent samstarf á liðnum árum og er ekkert lát á því. Þetta samstarf hefur m.a. verið...