Árshátíð FAS í næstu viku

by 06.Mar.2019Fréttir

Einn þeirra hópa sem hefur verið að störfum í opinni viku er “árshátíðarhópur”. Eins og nafnið bendir til sér sá hópur um að undirbúa árshátíðina. Að þessu sinni voru margir í árshátíðarhópi og því var hópnum skipt í fjóra minni hópa. Einn hópurinn sá um að gera stuttmynd sem verður frumsýnd á árshátíðinni. Annar hópur sá um að koma með tilnefningar fyrir hin ýmsu sæmdarheiti innan skólans. Þriðji hópurinn hefur unnið að skreytingum og myndavegg fyrir árshátíðina og fjórði hópurinn skrifaði annál frá síðustu árshátíð en það er nú jafnan ýmsilegt um að vera þó skólinn sé ekki stór.
Árshátíðin verður haldin á Hafinu fimmtudaginn 14. mars og það er nemendaráð sem hefur haft veg og vanda að því að skipuleggja þann atburð. Húsið opnar klukkan 19 og borðhald hefst 19:30. Í boði er lambakjöt og meðlæti og svo eftirréttur. Að borðhaldi loknu verður svo skemmtidagskrá og mun Biggi veislustjóri stýra henni. Jafnvel má gera ráð fyrir óvæntum uppákomum. Ballið byrjar svo klukkan 22:30 og það er Helgi Bjöss sem ætlar að sjá um að árshátíðargestir sýni tilþrif á dansgólfinu.
Að sjálfsögðu vonumst við til að sem flestir sem mæti og bendum áhugasömum á að hafa samband við nemendaráð til að fá miða. Þeir sem ætla að koma á borðhaldið þurfa að skrá sig í google.doc könnun fyrir föstudaginn 8. mars.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...