Hornafjarðarmanni á opnum dögum í FAS

Hjördís Skírnisdóttir skrifar

05/03/2019

Fyrstu þrjá dagana í þessari viku eru haldnir opnir dagar í FAS. Fyrir flesta þýðir það að kennsla fellur niður og nemendur fást við önnur viðfangsefni. Má þar t.d. nefna undirbúning fyrir árshátíð sem verður 14. mars, nokkrir nemendur standa að útvarpssendingum og er hægt að hlusta á þessari slóð, einhverjir eru í listasmiðjum og vinna að sköpun. Það eru nemendur á vélstjórnarbraut sem nota opnu dagana að þessu sinni fyrir námskeið í heilbrigðisfræði en það er hluti af þeirra námi.
Í morgun var komið að sameiginlegum viðburði sem var Hornafjarðarmanni. Það var útbreiðslustjórinn sjálfur Albert Eymundsson sem kom og stjórnaði spilinu. Einhverjir voru að spila manna í fyrsta skipti en aðrir þekkja spilið vel.
Í upphafi voru tæplega 40 spilarar en eftir fyrstu umferð fækkaði þeim niður í 27. Í undanúrslitum var spilað á þremur borðum. Sigurvegarar úr þeirri viðureign tókust svo á í lokin. Það voru þeir Axel Elí, Oddleifur og Sigursteinn sem háðu það einvígi. Úrslit urðu þau að Axel Elí hafnaði í þriðja sæti, Oddleifur í öðru og Sigursteinn er nýkrýndur framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna. Þrjú efstu sæti hlutu verðlaun. Við óskum sigurvegurunum til hamingju og þökkum öllum hinum fyrir þátttökuna.

 

Deila

Aðrar fréttir sem þér gæti líkað við.

Jöklamælingar í FAS

Jöklamælingar í FAS

Það má segja að síðasta vika hafi verið tími jöklamælinga í FAS en þá voru bæði Fláajökull og Heinabergsjökull mældir....

Fleiri styrkir til FAS

Fleiri styrkir til FAS

FAS hefur lagt mikla áherslu á erlent samstarf á liðnum árum og er ekkert lát á því. Þetta samstarf hefur m.a. verið...