Síðasta fimmtudag var haldið fyrsta “Kahoot” kvöldið í FAS. Þá var haldin spurningakeppni á milli einstaklinga þar sem smáforritið Kahoot er notað til að svara spurningum. Það voru nokkrir spurningaflokkar eins og t.d. tónlist, kvikmyndir og staðreyndir um FAS. Í hverjum flokki voru síðan nokkar spurningar. Áður en keppnin hófst var pizza í boði fyrir þátttakendur og voru henni gerð góð skil.

Það er skemmst frá því að segja að þessi spurningakeppni tókst einstaklega vel og menn voru ánægðir með fyrirkomulagið. Það var líka góð mæting en yfir 20 nemendur mættu og tóku þátt í keppninni.

Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú efstu sætin og það var fyrirtækið Þingvað sem var styrktaraðili keppninnar. Viðburðaklúbbur stefnir að annarri slíkri keppni á þessari önn.

Að lokum má geta þess að fótboltaklúbburinn ætlar mæta í FAS í kvöld og horfa á leik í meistardeildinni. Það eru stórliðin Atlético de Madrid og Juventus sem eigast við og hefst leikurinn klukkan 20.