10. bekkur í heimsókn

by 07.Feb.2019Fréttir

10. bekkur í heimsókn.

Í dag komu góðir gestir í heimsókn í FAS en það voru nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar sem eru farnir að velta fyrir sér námi að loknum grunnskóla.
Hér tók á móti þeim stór hluti þeirra sem vinna í skólanum og kynntu þær námsleiðir og áherslur sem skólinn býður upp á. Þó að skólinn sé með minni skólum á landinu má segja að námsúrval sé fjölbreytt en um leið einstaklingsmiðað. Sem dæmi um það sem var kynnt í dag var; nám til stúdentsprófs, framhaldsskólabraut, fjallamennskunám, nám á lista- og menningarsviði, nám á íþróttasviði og verknám. Þá var farið yfir þá stoðþjónustu sem skólinn veitir eins og umsjón og störf bæði námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðings. Nemendur í nemendaráði sögðu frá því hvernig félagslíf skólans er byggt upp og að lokinni kynningu gengur þeir með gestunum um húsið.
Í dag klukkan 17 er svo foreldrum nemenda í 10. bekk boðið að koma á fund til að fræðast um hvað skólinn býður upp á. Vonumst við til að sjá sem flesta.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...