Select Page

Heilsuuppbrot í FAS

22.jan.2019

Fríður Hilda og Ragnheiður á Nýtorgi.

Í dag var komið að fyrsta uppbroti annarinnar og fjallaði það um heilsu og vellíðan. Nokkur atriði voru á dagskrá.
Fyrst kynnti Fríður Hilda starf sitt en hún hóf starf sem námsráðgjafi nú um áramótin.
Því næst kom Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur og fjallaði um hvað hver og einn geti gert til að honum líði sem best og nái sem bestum árangri í leik og starfi. Þar skiptir miklu máli að huga vel að mataræði, hreyfingu og rækta tengsl við fjölskyldu og vini. Mestu máli skiptir þó að gæta þess að sofa nægilega. Ragnheiður fjallaði einnig um hvað sé hægt að gera til að bæta andlega líðan og hvernig þekkja megi einkenni ef leita þarf eftir stuðningi til að bæta heilsuna. Jafnframt hvatti hún alla til að reyna að minnka skjánotkun og setja sjálfum sér bæði markmið og mörk.
Við hér í FAS eru afskaplega ánægð að hafa þær Ragnheiði og Hildi starfandi við skólann og að nemendur geti leitað til þeirra.
Í lokin sýndi Zophonías innslag úr fréttum þar sem var verið að segja frá kvíða og vanlíðan nemenda í MS og ástæðum fyrir þeirri líðan. Í lok uppbrotsins ræddu nemendur saman í hópum hvað þeir geti gert til að bæta líðan.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...