Heilsuuppbrot í FAS

by 22.Jan.2019Fréttir

Fríður Hilda og Ragnheiður á Nýtorgi.

Í dag var komið að fyrsta uppbroti annarinnar og fjallaði það um heilsu og vellíðan. Nokkur atriði voru á dagskrá.
Fyrst kynnti Fríður Hilda starf sitt en hún hóf starf sem námsráðgjafi nú um áramótin.
Því næst kom Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur og fjallaði um hvað hver og einn geti gert til að honum líði sem best og nái sem bestum árangri í leik og starfi. Þar skiptir miklu máli að huga vel að mataræði, hreyfingu og rækta tengsl við fjölskyldu og vini. Mestu máli skiptir þó að gæta þess að sofa nægilega. Ragnheiður fjallaði einnig um hvað sé hægt að gera til að bæta andlega líðan og hvernig þekkja megi einkenni ef leita þarf eftir stuðningi til að bæta heilsuna. Jafnframt hvatti hún alla til að reyna að minnka skjánotkun og setja sjálfum sér bæði markmið og mörk.
Við hér í FAS eru afskaplega ánægð að hafa þær Ragnheiði og Hildi starfandi við skólann og að nemendur geti leitað til þeirra.
Í lokin sýndi Zophonías innslag úr fréttum þar sem var verið að segja frá kvíða og vanlíðan nemenda í MS og ástæðum fyrir þeirri líðan. Í lok uppbrotsins ræddu nemendur saman í hópum hvað þeir geti gert til að bæta líðan.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...