Select Page

Taka þátt í listasmiðju í Tallin

17.jan.2019

Tallin í Eistlandi
Tallin í Eistlandi
Tallin í Eistlandi

Á árunum 2016 – 2018 tók FAS þátt í Erasmus+ verkefni ásamt skólum frá Grikklandi, Ítalíu, Eistlandi og Lettlandi. Það verkefni fjallaði um hvernig eigi að stofna og reka fyrirtæki. Þegar allir þátttakendur hittust á Íslandi var ákveðið að halda áfram að vinna saman en nú að menningartengdri ferðaþjónustu. Ný umsókn var skrifuð og er búið að samþykkja hana.
Nýja verkefnið ber heitið CultHerStud sem við köllum á íslensku menningartengd ferðaþjónusta. Það eru sömu skólar sem taka þátt í verkefninu. Í hverju landi er haldin einnar viku smiðja þar sem nemendur hittast og vinna saman. Í hverja smiðju fara fjórir nemendur frá hverju þátttökulandi.
Fyrsta smiðjan verður haldin í næstu viku í Tallin í Eistlandi. Frá FAS fara fjórir nemendur og tveir kennarar. Það verður spennandi að heyra meira af þessu verkefni og ferðunum.
Smiðja íslenska hópsins verður hér á Höfn í september á þessu ári.


Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...