Tallin í Eistlandi
Tallin í Eistlandi

Á árunum 2016 – 2018 tók FAS þátt í Erasmus+ verkefni ásamt skólum frá Grikklandi, Ítalíu, Eistlandi og Lettlandi. Það verkefni fjallaði um hvernig eigi að stofna og reka fyrirtæki. Þegar allir þátttakendur hittust á Íslandi var ákveðið að halda áfram að vinna saman en nú að menningartengdri ferðaþjónustu. Ný umsókn var skrifuð og er búið að samþykkja hana.
Nýja verkefnið ber heitið CultHerStud sem við köllum á íslensku menningartengd ferðaþjónusta. Það eru sömu skólar sem taka þátt í verkefninu. Í hverju landi er haldin einnar viku smiðja þar sem nemendur hittast og vinna saman. Í hverja smiðju fara fjórir nemendur frá hverju þátttökulandi.
Fyrsta smiðjan verður haldin í næstu viku í Tallin í Eistlandi. Frá FAS fara fjórir nemendur og tveir kennarar. Það verður spennandi að heyra meira af þessu verkefni og ferðunum.
Smiðja íslenska hópsins verður hér á Höfn í september á þessu ári.