Leitað að olíu í FAS

by 10.Jan.2019Fréttir

Enn á ný tekur FAS þátt í að leita að olíu en skólinn hefur tekið árlega þátt frá árinu 2003. Leikurinn er spilaður á netinu og snýst um að skoða jarðlög til að leita að olíu. Þessi leikur hefur verið lengi notaður til að fræða fólk um hvað olíuiðnaðurinn snýst. Einnig þurfa liðin að huga að því að ná olíunni upp á sem hagkvæmastan hátt.
Það eru tveir skólar sem taka þátt í leiknum í dag, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og FAS. Hér í FAS eru tvö lið, eitt strákalið og eitt stelpulið. Það lið sem vinnur keppnina í dag fær að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Cambridge 25. janúar næstkomandi. Eins og undanfarin ár er það Orkustofnun sem styrkir leikinn.
Við óskum liðum okkar góðs gengis og vonum að allt gangi sem best.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...