Gettu betur lið FAS.

Skólastarf vorannar hefst gjarnan á undankeppni í Gettu betur og að sjálfsögðu er FAS þar með. Að þessu sinni taka 28 skólar þátt og verður fyrsta umferð í þessari viku.
Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að andstæðingar FAS verða úr Kvennó. Lið FAS er skipað þeim Ingunni Ósk, Júlíusi Aroni og Oddleifi. Það er fyrrum Gettu betur keppandi, Aðalsteinn Gunnarsson sem hefur séð um að þjálfa liðið.
Viðureignin hefst klukkan 20:30 í kvöld og er hægt að hlusta á keppnina á Rás2. Það verður líka hægt að koma í fyrirlestrasal Nýheima og fylgjast með krökkunum keppa. Þeir sem ætla að gera það þurfa að vera komnir í FAS klukkan 20.
Að sjálfsögðu óskum við liði okkar góðs gengis í kvöld og hvetjum sem flesta til að mæta eða þá að stilla á Rás 2.