FAS keppir í Gettu betur í kvöld

by 07.Jan.2019Fréttir

Gettu betur lið FAS.

Skólastarf vorannar hefst gjarnan á undankeppni í Gettu betur og að sjálfsögðu er FAS þar með. Að þessu sinni taka 28 skólar þátt og verður fyrsta umferð í þessari viku.
Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að andstæðingar FAS verða úr Kvennó. Lið FAS er skipað þeim Ingunni Ósk, Júlíusi Aroni og Oddleifi. Það er fyrrum Gettu betur keppandi, Aðalsteinn Gunnarsson sem hefur séð um að þjálfa liðið.
Viðureignin hefst klukkan 20:30 í kvöld og er hægt að hlusta á keppnina á Rás2. Það verður líka hægt að koma í fyrirlestrasal Nýheima og fylgjast með krökkunum keppa. Þeir sem ætla að gera það þurfa að vera komnir í FAS klukkan 20.
Að sjálfsögðu óskum við liði okkar góðs gengis í kvöld og hvetjum sem flesta til að mæta eða þá að stilla á Rás 2.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...