Skólastarf vorannarinnar hafið

by 04.Jan.2019Fréttir

Skólinn settur á vorönn.


Skólastarf vorannarinnar hófst formlega í morgun með skólasetningu. Þar var farið yfir það helsta sem er framundan á önninni. Í kjölfarið voru svo umsjónarfundir þar sem nemendur skoðuðu stundatöflur sínar. Það er alltaf eitthvað um að nemendur vilji breyta vali og best að gera það sem fyrst. Frestur til að breyta áfangaskráningum rennur út 9. janúar. Sama á við um fjarnemendur, þeir þurfa að vera búnir að skrá sig í síðasta lagi þann dag.
Það er okkur sérstök ánægja að segja frá því að Fríður Hilda Hafsteinsdóttir hefur hafið störf sem námsráðgjafi við skólann. Hún mun kynna starf sitt fyrir nemendum á næstu dögum.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. janúar.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...