Skólinn settur á vorönn.


Skólastarf vorannarinnar hófst formlega í morgun með skólasetningu. Þar var farið yfir það helsta sem er framundan á önninni. Í kjölfarið voru svo umsjónarfundir þar sem nemendur skoðuðu stundatöflur sínar. Það er alltaf eitthvað um að nemendur vilji breyta vali og best að gera það sem fyrst. Frestur til að breyta áfangaskráningum rennur út 9. janúar. Sama á við um fjarnemendur, þeir þurfa að vera búnir að skrá sig í síðasta lagi þann dag.
Það er okkur sérstök ánægja að segja frá því að Fríður Hilda Hafsteinsdóttir hefur hafið störf sem námsráðgjafi við skólann. Hún mun kynna starf sitt fyrir nemendum á næstu dögum.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. janúar.