Nemendur undirbúa lokamatsviðtal. 

Í dag hófust lokamatsviðtöl í FAS en þau koma í stað prófa. Hver nemandi þarf að mæta í viðtal hjá kennara sínum þar sem hann gerir grein fyrir vinnu sinni og svarar spurningum úr efni áfangans. Auk þess að mæta í viðtal skila nemendur námsmöppu sem gefur gott yfirlit yfir vinnu annarinnar. Í mörgum áföngum eru líka einhver próf á önninni enda mikilvægt að nemendur læri að takast á við slík verkefni. Nemendur eru hvattir til að undirbúa sem vel fyrir lokamatið.
Lokamatsviðtölin standa fram í næstu viku og fer það svolítið eftir fjölda í hverjum áfanga hversu langan tíma þau taka.
Kennarar munu setja inn endanlega einkunnir í Innu þegar þær eru tilbúnar en allar einkunnir eiga þó að vera komnar inn í síðasta lagi 20. desember.