Aðventuverður í Nýheimum

by 06.Dec.2018Fréttir

Það var vel mætt á aðventuverð í Nýheimum í hádeginu. Að frumkvæði FAS var efnt til sameiginlegs málsverðar fyrir íbúa Nýheima og aðstandendur nemenda. Tilefnið var að fá fólk til að hittast og ræða um FAS og hlutverk skólans í samfélaginu og um leið að spjalla saman.
Hún Hafdís okkar í teríunni sá um matseldina og naut aðstoðar Lindu. Það er varla réttnefni að tala um máltíð því eftir gestunum beið dýrindis hlaðborð með alls kyns gómsætum réttum eins og Dísu er einni lagið. Það var líka tekið hraustlega til matarins.
NemFAS hvatti alla til að mæta í jólapeysum í dag og reynt var að leggja mat á fegurð þess klæðnaðar. Veitt voru verðlaun fyrir fallegustu og ljótustu jólapeysur dagsins.
Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og það var samdóma álit að samveran, spjallið og ekki síst maturinn hefði verið frábær og þetta væri vonandi viðburður kominn til að vera.

Deila

Aðrar fréttir

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

Eins og við höfum sagt frá áður fór fjallamennskunám FAS í gegnum mikla endurskipulagningu nú á vordögum. Með nýju skipulagi er m.a. verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Námið er líkt og áður 60 einingar...

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...