Kaffistund á Nýtorgi.

Í morgun var komið að annarri sameiginlegu samverustundinni á Nýtorgi. Að þessu sinni var það starfsfólk Menningarmiðstöðvarinnar og þeir sem tengjast í Nýheima en hafa ekki vinnuaðstöðu í húsinu sem buðu upp á kræsingar.
Líkt og áður var margt um manninn og heyra mátti glaðlegt skraf um leið og kræsingunum voru gerðar góð skil.
Við erum strax farin að hlakka til næstu samveru.