Frá nýnemaballi.

Það má heldur betur segja að félagslífið í skólanum fari vel af stað á önninni. Strax í þriðju viku var bíókvöld í skólanum. Í síðustu viku var svo nýnemaball í Sindrabæ.
Nú er komið að fyrsta kaffihúsakvöldi annarinnar en það verður í kvöld, 27. september. Það eru bókaklúbbur, tónlistarklúbbur og spilaklúbbur sem standa að því í samstarfi við Málfundafélag skólans. Hægt verður að taka þátt í pub quiz og eru vinningar fyrir þá sem standa sig best.
Klúbbarnar lofa notalegri stemmingu þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður upp á heitar vöfflur og fleira bakkelsi.
Kaffihúsakvöldið verður á Nýtorgi og hefst klukkan 20. Aðgangseyrir er 500 krónur. Við hvetjum alla nemendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund í Nýheimum.