Fjallanemar í fyrstu ferð

by 31.Aug.2018Fréttir

Í þessari viku fer fram námskeiðið Gönguferð 1 í fjallamennskunáminu.  Um hádegisbil á þriðjudag lögðu fjallamennskunemar ásamt tveimur kennurum upp í þriggja daga gönguferð eftir að hafa varið mánudegi og þriðjudagsmorgni í að undirbúa veturinn og læra undirstöðuatriðin í ferðamennsku til fjalla og rötun með áttavita og korti.
Gengið var inn Laxárdal í Nesjum og um Endalausadal yfir í Lón. Hópurinn ferðaðist með allt sem til þurfti á bakinu, en áherslan í þessari ferð er að ná tökum á rötun með notkun korts og áttavita sem og að ferðast með allt á bakinu og gista í tjöldum.
Hópurinn gisti eina nótt í Laxárdal og eina nótt í Endalausadal. Ferðin gekk mjög vel, enda veður gott þó kalt hafi verið á nóttinni eins og búast má við þegar nær dregur vetri.

Deila

Aðrar fréttir

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Áhrif COVID-19 á erlent samstarf í FAS

Eins og margir vita tekur FAS þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum og vegna COVID-19 hefur þurft að gera breytingar. Sumum verkefnum átti að ljúka á þessari önn. Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvernig er ráðgert að bregðast við til að hægt sé...

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu...

Útskrift frá FAS á morgun

Útskrift frá FAS á morgun

Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni...