Fjallamennskunám – raunfærnimat

12.apr.2018

Fjallamennskunám í FAS

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi býður upp á raunfærnimat í fjallamennsku í samvinnu við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, upplýsingar um fjallamennskunámið má sjá á fas.is
Raunfærnimat gefur einstaklingum með þriggja ára starfsreynslu tækifæri á að fá reynslu og þekkingu metna til eininga. Matið er fyrir 23 ára og eldri. Matsferlið er einfalt og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Matið tekur u.þ.b. 8 klukkustundir og fer fram núna á vorönn 2018 í Nýheimum, Höfn. Verkefnisstjórar eru starfsmenn fræðslunetsins, Sólveig R. Kristinsdóttir og Sædís Ösp Valdemarsdóttir.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 og hjá Sædísi í síma 842 4655
Kynntu þér málið!

Aðrar fréttir

Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

Unga fólkið og Heimsmarkmiðin

Undanfarið hafa bæði ríkistjórn landsins og sveitarfélagið unnið að því að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að bæta lífskjör og hag allra. Það hafa verið haldnir margir fundir þar sem íbúar eru fengnir tll að koma að því að móta stefnu...

Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

Sviðslistir í boði í FAS fyrir alla

Á vorönn 2021 býður FAS upp á sviðslistaáfanga í leiklist og kvikmyndagerð. Tvær stuttmyndir verða unnar í áfanganum og munu allir nemendur koma að hvorri mynd sem tæknihópur og leikarar. Þessi áfangi er tilvalinn fyrir fólk sem sækist eftir grunnþekkingu í vinnu við...

Hæfnimat í fjallamennsku

Hæfnimat í fjallamennsku

Í dag byrjaði hæfnimat fyrir fólk með reynslu úr fjallamennsku. Á síðustu önn var ákveðið að bjóða upp á þennan valmöguleika í tengslum við verkefnið Nám er tækifæri sem Vinnumálastofnun stendur fyrir. FAS ákvað að bjóða þeim sem hafa einhverja reynslu úr...