Fjallamennskunám í FAS

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi býður upp á raunfærnimat í fjallamennsku í samvinnu við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, upplýsingar um fjallamennskunámið má sjá á fas.is
Raunfærnimat gefur einstaklingum með þriggja ára starfsreynslu tækifæri á að fá reynslu og þekkingu metna til eininga. Matið er fyrir 23 ára og eldri. Matsferlið er einfalt og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Matið tekur u.þ.b. 8 klukkustundir og fer fram núna á vorönn 2018 í Nýheimum, Höfn. Verkefnisstjórar eru starfsmenn fræðslunetsins, Sólveig R. Kristinsdóttir og Sædís Ösp Valdemarsdóttir.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 og hjá Sædísi í síma 842 4655
Kynntu þér málið!