Oddleifur, Ástrós og Aðalsteinn.

Í kvöld keppir FAS við lið MH í Gettu betur. Þetta er í þrítugasta og annað sinn sem keppnin er haldin en 27 skólar skráðu sig til þátttöku að þessu sinni.
Lið FAS er skipað þeim Aðalsteini Gunnarssyni, Ástrós Anítu Óskarsdóttur og Oddleifi Eiríkssyni og leggst keppnin nokkuð vel í þau.
Viðureignin á milli skólanna hefst klukkan 20:30 í kvöld og verður útvarpað á Rás 2. Við hvetjum alla til að stilla viðtækin á Rás 2 og hlusta á þau spreyta sig.
Að sjálfsögðu óskum við okkar fólki góðs gengis.