Skólasetning vorannar 2018

Skólastarf vorannar hófst formlega í morgun með skólasetningu. Í kjölfarið voru umsjónarfundir þar sem lögð voru drög að starfi vorannarinnar.
Kennsla hefst í fyrramálið, föstudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.
Ef það eru enn einhverjir sem hafa hug að því að stunda nám við skólann er hægt að skoða námsframboð annarinnar hér.
Hægt er að sækja um nám á vef skólans til 10. janúar. En eins og áður hefur komið fram hefst kennsla á morgun og því best að skrá sig sem fyrst.

Sjáumst hress og kát í fyrramálið.