470 8070 fas@fas.is

Þó farið sé að halla í miðjan nóvember er enn nokkuð um skordýr á ferli. Í morgun var verið að tæma fiðrildagildrur í Einarslundi í síðasta sinn á þessu hausti og fengu nemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum í FAS að fylgjast með. Björn Gísli tók á móti hópnum í Guðmundarhúsi og sagði frá því helsta sem fer fram í Einarslundi. Einnig sagði hann frá sögu hússins.
Miðað við hvað kemur í gildrurnar á góðum sumardegi var „aflinn“ ekki mikill. Það voru þó nokkur fiðrildi sem voru í gildrunum og töluvert af flugum.
Við fengum að taka fiðrildin með í FAS og ætlunin er að skoða þau nánar í víðsjá og smásjá á næstunni.