Síðastliðna helgi varð meistaraflokkur Sindra Íslandsmeistari 3. deildar í körfuknattleik með sigri á Þór Þorlákshöfn. þetta er fyrsti titillinn í sögu körfuknattleiksdeildar Sindra. Liðið náði frábærum árangri á þessu tímabili og vann 13 af 14 leikjum vetrarins. Kjarni liðsins eru drengir sem stunda nám við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og langar okkur til þess að óska þeim innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur.