Í vetur hafa tíu starfsmenn Skinneyjar-Þinganess verið í námi á fiskvinnslubraut í FAS.  Námið hefur verið skipulagt í samvinnu við Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi og Fisktækniskóla Íslands.
Síðasta vor fóru þau í gegnum raunfærnimat og á næstu tveimur skólaárum fá þau tækifæri til að taka þá áfanga sem útaf standa á brautinni.
Á haustönn var boðið upp á upplýsingatækni og íslensku.  Á vorönn hafa þau verið í stærðfræði og ensku ásamt smáskipanáminu sem þau voru að ljúka núna um helgina.
Á myndinni eru sex af þeim átta sem luku smáskipaprófinu ásamt Gunnlaugi Dan kennara og Stefáni prófdómara.