Starfastefnumót í Nýheimum

15.sep.2016

starfastefnumotÍ dag hefur aldeilis verið líf og fjör hjá í FAS.
Þekkingasetur Nýheima hélt ásamt öðrum í húsinu Starfastefnumót þar sem fjölmörg fyrirtæki í sveitarfélaginu kynntu sig og sína starfsemi.
Allt húsið þarf undir svona stóran viðburð og FAS lagði sitt af mörkum og tókum virkan þátt í verkefninu með Þekkingarsetrinu. Kennsla var því lögð niður í dag. Nemendur hafa staðið sig með prýði við aðstoð á uppsetningu og framkvæmd enda margt sem þarf að gera og gott að hafa hraust ungmenni til aðstoðar.
Dagurinn tókst mjög vel og gaman að sjá og kynnast öllum þeim fyrirtækjunum og stofnunum sem tóku þátt. FAS var með sinn bás og kynnti starfsemi sína og námsval.
Margir gestir hafa komið í húsið í dag og kynnt sér störf hinna ýmissa fyrirtækja en þar var margt í boði og jafnvel var hægt að smakka mat.
Allir voru ljómandi ánægðir með hvernig til tókst og gaman væri að svona atburður yrði endurtekinn.

Aðrar fréttir

Þorramatur á bóndadegi

Þorramatur á bóndadegi

Í dag er bóndadagur en það er fyrsti dagurinn í Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Bóndadagur er alltaf í 13. viku vetrar og ber ætíð upp á föstudag og eins og nafnið ber með sér er dagurinn helgaður körlum landsins á öllum aldri. Í gegnum...

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...