Mætingareglur FAS

01.sep.2016

 1. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.
 1. Nemendur þurfa að gera grein fyrir fjarvistum sínum eða semja um þær ef þær eru fyrirsjáanlegar.
 1. Tilkynna á fjarvistir símleiðis eða í tölvupósti á netfangið fas@fas.is Ef ekki næst samband símleiðis skal senda tilkynningu í tölvupósti.
 1. Nemendum ber að tilkynna samdægurs á skrifstofu skólans um veikindi og með minnst dagsfyrirvara vegna annarra fjarvista. Veikindi og aðrar viðurkenndar fjarvistir eru merktar með FV í Innu.
 1. Nemendur sem eru sendir á vegum skólans í ferðir eða eitthvað annað fá þær fjarverur merktar sem L í Innu.
 1. Hægt er að sækja um undanþágu frá mætingaskyldu í einstaka áfanga til kennara viðkomandi áfanga. Um getur verið að ræða samning fyrir alla önnina eða í einstaka tímum. Slíkar fjarverur eru merktar sem O í Innu.
 1. Varðandi fyrirséðar fjarvistir getur skrifstofan vísað óskum nemenda um að fá viðurkennda fjarvist til einstaka kennara og fá slíkar fjarvistir sem kennari samþykkir merkinguna O í Innu. Slíkar óskir þurfa að berast að lágmarki með dagsfyrirvara í tölvupósti.
 1. Fjarvist án tilkynningar er merkt með F í Innu og seinkoma er merkt með
  • Tvö S jafngilda einu F.
 1. Langvarandi og þrálát veikindi skal staðfesta með vottorði eða hjá námsráðgjafa.
 1. Tilkynna þarf í hvert skipti fjarvistir vegna þrálátra veikinda.
 1. Viðbrögð kennara við óútskýrðum fjarvistum (F og S) verða eftirfarandi:
 • Tiltal
 • Ef ekki næst í nemenda samdægurs þá er tiltal sent í tölvupósti
 • Hringt er af skrifstofu í forráðamann nemanda yngri en 18. ára
 • Námsráðgjafi og umsjónarkennari fá tilkynningar í tölvupósti
 • Tilkynna til skólameistara um fleiri en fjórar óútskýrðar fjarvistir er að ræða sem getur leitt til formlegar áminningar og brottrekstur í kjölfarið
 1. Í kennsluáætlun er hægt að kveða nánar á um mætingar.
 1. Nemandi skal fylgjast með því að mætingar hans séu rétt skráðar í Innu. Athugasemdum varðandi mætingaskráningu í Innu skal koma á framfæri innan tveggja virkra daga frá því að hún átti sér stað.
 1. Nemandi sem er með 95% eða meira í heildarskólasókn á önninni fær fyrir það eina námseiningu. Hann þarf að vera skráður í a.m.k. 270 kennslustundir (fjóra fimm eininga áfangar) og mæta 95% af þeim. Ágreiningsefnum um mætingar skal skjóta til skólaráðs.

Breytt á kennarafundi í apríl 2016

Aðrar fréttir

Þorramatur á bóndadegi

Þorramatur á bóndadegi

Í dag er bóndadagur en það er fyrsti dagurinn í Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Bóndadagur er alltaf í 13. viku vetrar og ber ætíð upp á föstudag og eins og nafnið ber með sér er dagurinn helgaður körlum landsins á öllum aldri. Í gegnum...

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...