Skráningum að ljúka í FAS

26.ágú.2016

Um 160 nemendur í um 50 áföngum eru skráðir í skólann á haustönn 2016 en skráningum og töflubreytingum líkur í dag 26. ágúst. Um 110 er í staðnámi og um 50 í fjarnámi. Fjarnemendur skrá sig bæði beint inn í FAS eða í gegnum aðra skóla Fjarmenntaskólans.
Flestir eða um 80 eru á stúdentsbrautum en um 25 eru á framhaldsskólabraut og 15 í starfsnámi; vélstjórn eða tækniteiknun. Aðrir eru í ótilgreindu námi.
Unnið er að skipulagningu fiskvinnslunáms í samvinnu við Fisktækniskólann, Fræðslunet Suðurlands, Skinney-Þinganes og Afl-Starfsgreinafélag. Námið fer af stað síðar á önninni og kemur í kjölfar raunfærnimats sem fór fram síðasta vetur.

Aðrar fréttir

Þorramatur á bóndadegi

Þorramatur á bóndadegi

Í dag er bóndadagur en það er fyrsti dagurinn í Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Bóndadagur er alltaf í 13. viku vetrar og ber ætíð upp á föstudag og eins og nafnið ber með sér er dagurinn helgaður körlum landsins á öllum aldri. Í gegnum...

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...