Nýnemahátíð

26.ágú.2016

NýnemahatidÍ gærmorgun voru nýnemar formlega boðnir velkomnir í FAS.
Sú hefð sem þekktist áður fyrr að „busa“ hefur nú lagst af í flestum framhaldsskólum á landinu og höfum við í FAS tekið þátt í þeirri þróun. Nú eru nýnemar boðnir velkomnir með nýnemahátíð sem nemendafélag FAS hefur nú tekið að sér að skipuleggja.
Öllum nemendum skólans var skipt í lið og fóru þeir í ýmsa hópeflisleiki. Með þessu vildum við reyna að hrista nemendahópinn saman og gera andrúmsloftið jákvæðara.
Að leikjum loknum fengu allir nýnemar rós að gjöf frá nemendafélaginu.
Eftir herlegheitin sáu skólameistari og kennarar um að grilla hamborgara fyrir allan hópinn.

Aðrar fréttir

Þorramatur á bóndadegi

Þorramatur á bóndadegi

Í dag er bóndadagur en það er fyrsti dagurinn í Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Bóndadagur er alltaf í 13. viku vetrar og ber ætíð upp á föstudag og eins og nafnið ber með sér er dagurinn helgaður körlum landsins á öllum aldri. Í gegnum...

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...