Nemendafundur og nýr forseti

22.apr.2016

NemendafundurÍ þessari viku höfum við í FAS gefið okkur smá tíma fyrir félagslíf nemenda.
Á síðasta vetrardag var hefðbundin kennsla lögð niður í 2 tíma og nemendafundur haldinn. Þar var nemendum skólans skipt upp í hópa. Hver hópur fékk ákveðin fyrirmæli sem snérust um félagslíf og hvers vegna það væri mikilvægt. Einnig átti koma með hugmyndir um hvað hægt væri að gera til að efla félagslífið. Margar flottar hugmyndir komu frá hópunum og munu þær verða teknar fyrir af nemendaráði næsta haust. Það er jú undir nemendum komið að skipuleggja sitt félagslíf.
Sama dag voru kosningar í fullum gangi og nemendur kusu sér nýjan forseta og varaforseta nemendafélagsins. Í framboði voru fjórar glæsilegar stúlkur. Það voru þær Adisa Mesetovic, Björk Davíðsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir.
Það kom í ljós að ekki mátti minna muna á tveimur efstu frambjóðendunum en það munaði ekki nema einu atkvæði á milli þeirra. Það var hún Adisa sem hlaut flest atkvæði og verður þar með forseti nemendafélagsins á næsta ári og með henni verður Björk sem hlaut næstflest atkvæði. Við viljum óska þeim innilega til hamingju og á sama tíma vonum við innilega að Hafdís og Sigrún taki fullan þátt í nemendaráði næsta vetur líka enda mikill fengur að hafa þær.

Aðrar fréttir

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar í FAS hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Í máli skólameistara kom fram að reynt verði eftir fremsta megni að hafa skólastarf sem eðlilegast þó að mikið sé um smit af völdum kórónuveirunnar núna. Jafnframt minnti hann á mikilvægi þess...