Gettu betur, MORFÍs og bingó í þessari viku

19.jan.2016

gettubeturÞað er heldur betur nóg um að vera hjá nemendum í þessari viku. Í síðustu viku vann Gettu betur lið FAS lið MK og komst þar með í aðra umferð. Næsta viðureign fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöld 20. janúar. Þá keppir liðið við lið Menntaskólans við Sund og hefst keppnin klukkan 20:30. Að sjálfsögðu er hægt að hlusta á RÁS2 en liðinu þykir ekki verra að fá stuðning í sal Nýheima þar sem okkar lið verður staðsett. Þá er þó mikilvægt að mæta tímanlega í Nýheima.
Á föstudag heldur svo MORFÍs lið FAS á Selfoss og mætir þar liði FSU klukkan 19:00. Umræðuefnið er frelsi og keppast nú liðin við að undirbúa sig. Viðureigninni verður streymt á netinu þannig að hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu. Slóðin verður birt skömmu fyrir keppni og verður sett á fésbókarsíðu nemendafélagsins.
Á fimmtudagskvöldið 21. janúar stendur svo Viðburðaklúbbur FAS fyrir bingói í Nýheimum og hefst það klukkan 19:30. Spjaldið kostar 500 krónur og margt góðra vinninga er í boði. Með bingóinu er klúbburinn að safna pening fyrir árshátíð skólans sem verður í næsta mánuði.
Það má því með sanni segja að það sé mikið um að vera hjá nemendum FAS þessa vikuna. Að sjálfsögðu vonum við að allt heppnist sem best.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...