Select Page

FAS keppir við MK í Gettu betur

14.jan.2016

gettubeturEnn og aftur er komið að spurningakeppninni Gettu betur og að sjálfsögðu tekur FAS þar þátt.
Strax á haustdögum var öllum sem höfðu áhuga á keppninni boðið að taka próf og þeir sem skoruðu hæst boðið að mynda lið sem er skipað aðalmönnum og varamönnum. Hópurinn hefur hist reglulega og æft sig og notar til þess hin ýmsu spurningaspil. Rétt fyrir jólin keppti liðið við kennara í æsispennandi keppni sem endaði á bráðabana og höfðu kennarar þá betur.
Í kvöld tekur svo alvaran við en þá keppir liðið við MK í beinni útsendingu á RÁS2 og hefst viðureignin klukkan 19:30. Lið FAS að þessu sinni er skipað þeim Önnu Birnu, Björgvini Konráð og Lilju Karen. Það væri ekki verra að hafa einhverja til að styðja við hópinn í FAS en þeir þurfa þá að vera komnir í síðasta lagi 19:15 í fyrirlestrasal Nýheima.
Að sjálfsögðu óskum við liði FAS góðs gengis.

Aðrar fréttir

Útskrift úr fjallamennskunámi FAS

Útskrift úr fjallamennskunámi FAS

Í dag fór fram útskrift í fjallamennskunáminu í FAS. Af fyrsta ári útskrifuðust 24 nemendur og tveir af öðru ári. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur útskriftast af öðru ári.Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim jafnframt...

Önnur hæfniferð Fjallamennskunámsins

Önnur hæfniferð Fjallamennskunámsins

Þá er síðasta áfanga fjallamennskunámsins lokið en seinni hópurinn í hæfniferð hefur nýlokið ævintýralegri ferð. Að þessu sinni stóð leiðangur upp á Öræfajökul uppi sem sigurvegari kosninganna en nemendur og kennarar velja í sameiningu verkefni við hæfi í hæfniferð.Á...

Valáfangi í klifri

Valáfangi í klifri

Dagana 22. - 25. maí var annar af tveimur valáföngum í klifri haldinn og tóku níu nemendur þátt í námskeiðinu. Veðrið réði för og námskeiðið byjraði á svæðinu Háabjalla - sem hentar einstaklega vel fyrir byrjendur. Ekki spillti veðrið fyrir en það var sól og blíða....