Síðasta kennsluvika annarinnar

01.des.2015

skolalif_nov

Í dönskutíma.

Áfram flýgur tíminn og nú er komin síðasta kennsluvika annarinnar. Það er því í mörg horn að líta bæði hjá nemendum og kennurum.
Þessa vikuna standa yfir munnleg próf í erlendum tungumálum og stærðfræði. Tímasetningar þeirra prófa eru í samráði við kennara. Þá eru nokkrir áfangar þar sem nemendur taka ekki próf en þurfa að skila stærri verkefnum.
Á morgun miðvikudag eru nokkrar slíkar kynningar. Þá munu nemendur í verkefnaáfanga og stjórnmálafræði vera með opinber skil í fyrirlestrasal Nýheima. Kynningarnar hefjast klukkan 9:05 og eru allir velkomnir til að koma og kynna sér áhugaverð verkefni. Klukkan hálf tíu verður hlé á kynningunum og þá munu nemendur í ERLE2ER05 vera með stutta kynningu á FAS sem heilsuskóla.
Í næstu viku hefjast svo skrifleg próf samkvæmt próftöflu.

Aðrar fréttir

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar hafið

Skólastarf vorannar í FAS hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Í máli skólameistara kom fram að reynt verði eftir fremsta megni að hafa skólastarf sem eðlilegast þó að mikið sé um smit af völdum kórónuveirunnar núna. Jafnframt minnti hann á mikilvægi þess...