FAS fær evrópsk gæðaverðlaun

11.nóv.2015

55

Globe hópurinn í Unverjalandi haustið 2013

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu hefur hlotið evrópskt gæðamerki fyrir framúrskarandi árangur í samstarfsverkefni með ungverskum framhaldsskóla.  Verkefnið nefnist Living in a Changing Globe og snerist um loftslagsbreytingar.  Það hófst haustið 2013 og lauk formlega nú í haust.  Þetta er mesta viðurkenning sem hægt er að fá fyrir rafræn verkefni af þessu tagi og því mikið gleðiefni fyrir skólann. Skólinn hefur nú leyfi til að hafa evrópska gæðamerkið á heimasíðu sinni og fær að auki umfjöllun á heimasíðu eTwinning.

FAS hefur tekið þátt í fjölmörgum erlendum samstarfsverkefnum undanfarin ár.  Flest eru svokölluð eTwinning verkefni en eTwinning er evrópskt tengslanet þar sem skólafólk á öllum skólastigum getur fundið sér samstarfsaðila á ýmsum sviðum. Verkefnin eru bæði rafræn en geta einnig falist í nemendaskiptum milli landa.  Það er Rannís sem hefur umsjón með eTwinning hér á landi.

Aðrar fréttir

Jólaljós í FAS

Jólaljós í FAS

Í dag var komið að jólaskreytingauppbroti í FAS. Þá var felld niður kennsla í einn tíma og allir tóku þátt í því að skreyta efri hæðina í Nýheimum. Það er því mikið um lítrík ljós í húsnæði skólans sem eiga sinn þátt í því að lýsa aðeins upp þann tíma ársins þar sem...

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Skrefum 1 og 2 náð í FAS

Við höfum áður sagt frá því að núna vinnur FAS að því að innleiða græn skref ríkisstofnana. Í síðustu viku fékkst það staðfest að skrefum 1 og 2 hefur verið náð í FAS. Af því tilefni var boðið upp á gómsæta gulrótarköku á kennarastofunni í dag. Núna er verið að vinna...

Hættum að slúðra

Hættum að slúðra

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Af því tilefni var efnt til uppbrots í FAS og sýndur var stuttur TED fyrirlestur um áhrif þess að slúðra. Eftir að hafa horft á myndina talaði Fríður námsráðgjafi aðeins um það hvað slúður sé og...